úr skuggahornum herbergis skríður hún fram
dauðskelfd og gráti nær í varnaðarstöðu
skrímslið í stofunni sefur enn vært
skrímslið sem nýtti sér sakleysið hennar.

úr tárakirtlum fegurðar renna demantstár
blóðrauð þau lenda á litlum mjúkum vöngum
skrímslið í stofunni sefur enn vært
skrímslið sem nýtti sér líkama hennar.

úr fötunum fer hún og læðist í bað
óhreina sálin skolar syndir á brott
skrímslið í stofunni rumskar og byltist
skrimslíð sem óhreinkaði æskuna hennar.

úr baðherbergi heyrist einmana snökt
fallin er depurð á ásjónu sálar
skrímslið í stofunni opnar augu sín
skrímslið sem nálgast og bíður í leynum.

úr baðherbergi heyrist svo sársaukaóp
fallinn er dauði á sakleysislíf
skrímslið í stofunni - lítillar hnátu faðir
skrímslið sem endaði stutta lífið hennar.


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.