Er ég hugsaði um lífið
með gleðinni án áhyggna
án ljótleika hugar míns
eða sannleika heimsins

lífið varð svo fallegt
svo saklaust svo ljúft
sá fegurð í hverju lífi
hverju fuglatísti

Gat horft gegnum gluggan minn
dag og nótt

horft stjörnurnar á
leika sér að detta til jarðar
horft á vindinn
kitla trén með köldum gusti

en svo brást einhvað
einhvað úr huganum fór
gat ekki hugsað lengur
um fegurð þessa lífs

HjaltiG

Til Öldu
frá Hjalta