Opna varlega
og hægt því hörundsár sál mín mun vera

skoða hvikult hjarta, brotið
og blátt
mörg hefur það sjálft brotið
og ber samviskunnar merki.

Augun hafa svo margt ljótt séð
svo grámi alls þess loðir
við augasteinana.

Skoða lungun,
sem oft
hafa hreytt úr sér lofti
til hjálpar orðum mínum.

Sé heilann, svo margbrotið verkfæri
svo margbrotinn hugur
og brotin liggja
um mig allan.
—–