Ég hef aldrei skilið, hve máttlaus ég virkilega er.
Það þarf ekki mikið, þá er ég búinn.
Ég horfi á heiminn, og sé allt það sem ég á eftir að sakna,
framtíðin, er nútíðin, leikurinn er búinn.

Ég horfi til baka, á týnda ást, týnd tækifæri,
í hafsjó týndra tilfinninga.
Týnt líf sem átti aldrei séns á stúkusæti,
líf sem einkenndist af sársauka og einsemd.
Líf sem loksins er, ekkert.

Ainar/02