Lífið er leikur, ég kann ekki að spila hann
Samfélagið svíkur, leikur sér að fjöldanum.
veltandi, dettandi, dragandi lappirnar.
Reyna að komast að endalínunni.
Skríðandi, hnjótandi, skælandi.
Reyna að finna tilganginn.
Dæsandi, snöktandi, vælandi.
Reyna að halda sér innan siðferðamarka
Ælandi, hrækjandi, frussandi.
Reyna að finna út hver stjórnar, hver semur reglurnar.
Hlæjandi, malandi, brosandi.
Reyna að halda andliti, laga grímuna.
Fljúgandi, labbandi, hlaupandi.

Lífið er stórt svindl, lærðu svindlin.
Engar reglur. Semdu þínar eigin.
Ekkert lýðræði, sættu þig við það.
Enginn stjórnar. Þú ert þinn guð.
Ekkert er leyft og ekkert er bannað.
Lífið er leikur- leiktu þér.