Ljósir lokkar prýða
lifandi elda.
Á hvítum tindi skíða
tvífelda.


Hvítur kjóll
á kirkjugólfi
maður og stóll
tólf rauðar rósir
tónlist túpu
og pípuorgel.
Presturinn prjónar
saman orðum.
Láttu nú loforð þitt
líða um stund,
laufgast þá hlynur
og einiber roðnar.
Lofsöngur líður
um loft.
Rauður dregill
dempar
skóhljóð
hárra hæla.
Herra með pípuhatt,
lakkskó, lakrísbindi
hló.
Innan í mér dó
veraldar ró.

Tónlist túpu
og pípuorgel.
Rauður dregill og einiber
lakkskór með pípuhatt
og prestakraga.
sötrar súpu.