Elsku litla stelpan mín sem komst alltof snemma
Í þennann heim, þú sem áttir að heita Emma
Það er sama nafn og fyrsta dúkkan mín bar
Ég ráfa um í myrkri en þú ert ekki þar
Ég heyri barnagrátinn þinn óma í hausnum stanslaust
Kaust ekki þetta líf, því þú fæddist ekki hraust
Þú varst svo smá en sterk og inn í þennan heim braust
Ég vaggaði þér og strauk, en samt bara laust
Svo læðist að mér sársaukinn svo nístandi
Ég bít í tunguna, kæfi grátinn, tönnum gnýstandi
Því ég vil síður vekja manninn minn, pabba þinn
Ég vil að hann sofi, ég vil hann gleymi sér um sinn.

Elsku Emma mín ég vildi bara að þú vissir
hversu djúpur og hversu mikill missir
Það er að hafa þig ekki hér í dag
til að gefa þér ást, kossa og hlýtt faðmlag
Læknirinn hann gaf okkur val
skal hún lifa, en það var bara tilgangslaust tal
Eina sem við vildum heyra var þitt ungbarnahjal
og fá að halda traust í þinn agnarsmáa þumal
Ég fer yfir alla atburðina í hausnum
og reyni að hugsa einungis í lausnum
Það var ekki björt framtíð fyrir þig framundan
En ég óska og vona þér líði vel fyrir handan

Það var svo erfitt að taka þig úr sambandi
en það var ekki gott fyrir þig að halda þér gangandi
Vonandi er allt betra á himnum þar sem þú horfir niður
Þar er eflaust allt betra og þar ríkir friður
Það er svo sárt að vera algjörlega varnarlaus
haus halda, fá ekki við neitt ráðið, maður bara fraus
Sturlun, algjört eins mótlæti, reiðin upp gaus
Þungir þannkar og þvermóðska í okkar haus
Þetta hefði aldrei orðið neitt almennilegt líf
svo Emma engill skilaðu kveðju, upp nú svíf
Sagt er að tíminn lækni öll sár
En þegar við minnumst þín koma alltaf tá