Eins og þúsundir sírena öskri
hver í kapp við aðra
eða milljónir vetnissprengjur
spryngi á sama stað.

Við heyrum ekki lengur óhljóðin
hræðumst ekki lengur lætin
og ég sit og læt mig tælast
dáleiðast af þessum sírenum í fjarska
sem æða um öskrandi og æsandi upp
veraldarskaran með berum brjóstum
og loforði um líf eftir dauðan.

Og þær syngja um dauðalífið
þar sem allir eru heyrnalausir
mállausir, allslausir
en hamingjusamir
og ef maður dregur það í efa
þá stinga þær mann á hol
og þá endasendist um mann sælukrampi
sem maður upplifir aðeins í dauða.
-Sithy-