á sprautubotni sé ég eitrið í bullandi suðu malla
sem tekið var úr hinum feiknastóra heróínsalla
í annarlegu ástandi finn ég huldufólkið smáa kalla
mér líður sem goðlegri veru - staddri á toppi Himalajafjalla
hausinn minn dinglar og hringir líkt og Hallgrímskirkjubjalla
en bráðum mun ég aftur niður á grundina hörðu falla.



hausinn minn er tómur líkt og uppblásin blaðra þegar ég vakna morguninn eftir í þynnku volæði og tilfinningaveseni. ég man lítið eftir kvöldinu áður og hringi út um alla borg - í alla mína vini til þess eins að fá upplýsingar um mína annarlegu hegðun. hvert sem ég hringi heyri ég hlátrasköll hljóma - upplýsingar um dans uppi á borði óma í eyrum mér. ég brosi út í annað og legg tólið á í hvert skipti - hugsandi um hversu gaman það hefur verið kvöldið áður [þó ég hafi fyrst frétt það núna hvernig ég skemmti mér í raun og veru - minnið er gloppótt líkt og svissneskur ostur sem byrjaður er að mygla].



þegar skemmtunin er fallin í gleymsku og ég man ekki neitt
frétti ég seinna hversu brosið á andliti mínu var breitt
ég barði hinn og þennan og mér þykir það nú kannski leitt
en í raun er mér sama því ég fílaði mig feitt!!!

þynnkan morgnana eftir er kannski vímunnar eina gjaldið
og líka rukkanir um skemmdir sem ég kann að hafa valdið
en heróínið forðar sinni mínu frá því að vera baldið
því mun ég taka það aftur svo ég skemmtun geti áfram haldið.



-pardus-

***ein spurning: hversu margir hérna á huga halda að ég sé fíkniefnaneytandi í ljósi allra þessara ljóða sem ég hef samið um vímu og fíkniefni? bara pæling***

+ ég hafði ekkert að gera í skólanum svo ég ákvað að bulla einhverja þvælu og láta það inn - endilega segið mér hvort þetta sé meistaraverk eða þvílíkur leirburðarsori? ;þ
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.