ég veit að þú getur verið einmana
þegar tárin renna niður kinnarnar
í átt að koddanum
það er oft erfitt að vera einn á báti
finna það innra með sér
að það er enginn
verður enginn þar
þegar þú vaknar
eða sofnar
þegar þú grætur

óskin mun aldrei rætast
um að tárin beri á endanum gleði
eða frið
innra með þér
tárin eru bara tilfinningaflóð
þau eru bara útrás sáranna
sem virðast ætla að finna sér stað
á rótum hjartans
njóttu þess
því héðan í frá
fer allt á verri veg

tár í kodda og sár óp
eru allt sem þú þekkir
þau láta ekkert gott af sér leiða
nema endalaust af votum klósettpappír
sem þú hendir svo í ruslið
og þá er sorgin úr sögunni
eða þannig!

tár eftir tár eftir tár
nótt eftir nótt
þú verður alltaf ein.
“wasted on fixing all the problems that you made in your own head”