Ég ann þér mold og ákaft ég þig trega
og allt mitt líf mun vera helgað þér.
Og þegar ég fer veginn allra vega
vaka margir guðir yfir mér.

Ég fann það vel er fyrst ég kom í heiminn
hve fjarskalega elskaðir þú mig
því mamma var svo óskaplega gleymin
að úti í hrauni eignaðist hún mig.

En ég var alinn upp við allt það besta
úti á landi á prýðilegum stað.
Þar var enginn freistingum að fresta,
menn fundu strax sitt epli og bitu í það.

En drottinn minn, er andinn einskis verður?
Er einskis virði líf mitt hér á fold?
Er ég bara svona illa gerður?
Er ég bara hnefafylli af mold?

o.s.frv.