Hér er ljóð sem ég samdi eftir að hafa gengið einn á fjallstind í góðu veðri.Það heitir:

Frelsi.


Þegar bjátar á,
rétti ég úr mér
og horfi til fjalla.
Mæli þau út,
veg og met-
hvar er stígur,
hvar er leið ?
Set mér markmið –
ná á toppinn.

Sameinast náttúrunni,
legg andlit í mosann
drekk úr læknum-
passa að stíga ekki á
köngulærnar.
Næ á toppinn um síðir,
og þakka Guði
líf mitt og heilsu
og þau forréttindi
að hafa fæðst í heiminn
- einmitt á þessum stað -.

Hverf síðan aftur
til starfa
endurnærður
á sál og líkama.
Tilbúinn að takast á við það
sem morgundagurinn færir mér.

Fjöllin á sínum stað
eins og góður vinur.

ST 2010