Ég segi við son minn:
Skreyttu ekki leiði mitt með blómum.

Ræktaðu heldur á því kartöflur.

Bjóddu síðan vinum þínum til veislu
og segðu við þá:

Gjörið þið svo vel.

Má ekki bjóða ykkur
að bragða á honum föður mínum?