Heimskór
Heimskór
Innan í mér brenna höf
manneskjunnar
gnístandi hvít
köld, tær.
Fjölbreytileiki
mannhafa
brennur eins og sandur
sem verður gler
í suðri.
Kvöldroðinn
í norðri
leikur brot
hlýrrar hugsunar
sem gerir daginn
mildan.
Heimskór
af ósk um jafngildi
mennsku jarðarinnar

Gaddaslegin gildi
ískulda víki

Húmið verði fallegt
og gjöfult
lifandi ást
fjölbreytileg, eðlilegt