Vel mér þykir þér fyrir fara,
silfurleita flóð til vallar,
skjálfandi mun að skapi svara,
með skerandi ýlfri er þú kallar.
Silfurleita flóð til vallar.

Þú öfundar alla og geysar þín reiði,
silfurleita flóð yfir fjallasal,
óvini þína ég þróttmikill veiði,
þótt innst ég finn að ég eig'ekki val.
Silfurleita flóð yfir fjallasal.

Oss þú lætur aldrei á kyrru sitja,
silfurleita flóð, þú ofar jörðu,
Þú lætur mig og mína bræður vitja,
Múgalýð og háttsetta, jafnhörðu.
Silfurleita flóð, þú ofar jörðu.