
Nú kveldi er hallað og komin er nótt.
Barn undir belti og hjartað ei rótt.
Líkur upp dyrum með lokkandi brá
lofandi barnið sem móðirin á.
Og undurblítt brosið um hvarmana fer
og tárin öll þorna, sem guðsblessað er.
Hún lífinu gefur sín gullblóm að gjöf,
þau skolast með tárum um alheimsins höf.