Fönnin féll, vindurinn kvein.
Ferlegi jökulkuldinn
Snerti hvern merg og hvert bein.
Fólk fraus í hel þessa vetrarnótt.

Skjálfandi á beinunum stendur kerla.
Mænir á litla sveininn
Eins og hann sé dýrmæt perla.
Ekkert má engilinn skaða.

,,Sofðu vært, sofðu rótt.
Nú svarar þú mínu kalli,
svo að anginn megi tóra þessa nótt.
Sofðu því ég mun vaka.,”

Krúttið kúrir undir hlýrri sæng.
Veit mjög lítið um kvalir.
Sáralítið um hin sterka móður væng
sem yfir honum vakir.

Blýjar og blakar þar til sólin rís.
,,Þú munt lifa litla barn.
Því ég mun þér hlúa þar til ég frýs.
Fyrir þig mun ég lífinu fórna.,”

Jóhanna Margrét Sigurðardótti
Why be normal, when strange is much more interesting