Ljóðið er samið eftir lestur á samnefndri bók og er köflum fylgt í réttri röð með einni undantekningu þar sem 5. kafli bókarinnar sem fær 2 erindi og hafa þau verið merkt með stjörnu ( * ).

Dásemdir himinsins[/b
Eina febrúar kvöldstund ég arka heim,
fullur depill sem frekna á nöktum himni.
Er hugurinn reikaði það sótti mig kvæði,
erindi hins merka er nótt ég kalla,
rita það nakinn og verð að snilling.

Hver er dáinn?
Spegilmyndin mig rekur á einblaðið,
lánleysan eltir mig er ekki bara blaðið bregst mér.
Með henni hverfur öll birta á augnabliki,
Sálarstand mitt, eins og heimurinn, í myrkri.
Minningar mínar tóku á sig annað snið.

Blátt vor
Út á ballarhafi ég hugsa skýrt og forðast dauðann
og sýð stirtluna fyrir hann mann.
Við hellurnar ég stend í stað, veina og dæsi,
tíðarlaus ferð uppávið, um aðra stund í land ég man.
Ég ómerkilegur er og get.



Alis
Í dag skal eitthvað gerast, hvers vegna er það?
Ég tala við spegilmyndina og met stöðu mína,
Staðnaður vil ég eigi og því arka ég fram á veg,
raulandi við grunntóna frá lautum og rindum á minni leið.
Áleiðis ég geng til vesturs.

Danssalurinn *
Tími fyrir breytu svo til Klondike fólksins ég held,
kveð mínar venjur er ég hlakka til endans.
Ég skal safna fyrir nýjum stæðum, hætt‘ þessi auðn,
betra skal það vera, ef bara ég vinn og held svo til lesturs,
kveðskaparsnilldin getur haldið mér að.

Tómur salur *
Ástin og fátækt haldast að, því án aurs er ekkert fyrir
að lágnætti neistar hefja sitt flug,
stuttu seinna þeir komnir í eldhug.
Elskan mín þekkir mig, hún sér á mér snilld.
Hún hefur þó ekki beðið frænku sína að trúlofa okkur?

Fílósófísk dýpt
Flaskan fyrir framan mig nú, set á borðið: Vesgú!
samtal mitt fer á veg, flakkar við myrkur og ljós,
syndin er almáttug rétt eins og guð er saurhaugur,
fæðing frelsarans í nýjum gróðri.
Fjöldinn felur vonsvikin.

Gagnstæð átt
Aurafok í ferð minni hefur skilið eftir göt að kvöldi,
ég einn fjórðung af ófarinni för finn skilding fyrir.
heilagavatnið mig um stund blindar,
fygli ei lengur fótsporum ferðar minnar.
Ferðin snýst um mig.

Vesta
Með fríðum hóp ég sopa fæ, blæði aur og krónu.
Ætli ferð mín fikrist nær því sem bíður mín?
Sannleikurinn á sér alltaf stað, en á hann alla tíma?
Er það meira skáld en ég, sem aldrei leyfði pennann sér ráða?
Sárt er nú hve skjótt honum batnaði.

Skipbrot
Skítalyktin heima er nú betri en hér,
skyldi fiskrolan sækja tómið inn?
Fátt um vinnu og engin hús,
margir hér eins og ég, einmanna draumamús.
Dag og nótt ég lét þó líða.

Íslendingur
Þá kom Clupeadann loks í bæ.
Nú loks einhverja vinnu að fá,
en saga þessi berst um hæl,
að snillingurinn sé meðal má.
Nú fer allt í eitthvert far.

Kynni
Merkur maður kemur að, fær alla til að hvísla,
hvaðan mun nafn hans stafa af? Hvað merkir hvítdal?
Vinir miklir urðum við, mátar menn og bræður.
Í vímu við metumst hvað snilldin sé,
báðir sigra sinn eiginn hug.

Annar lífstónn
Beelsebúli sækir upp á flekann og allt stóð kyrrt,
skelfingin fylgdi örygginu er ægis kraftar sjá um hann.
fjárrígur í landi leysir strengi upp,
frelsun hversdagsins ekki ávallt ein blessun.
Þú greiðir ekki neitt með stuðlum og höfuðstöfum.

Klíkan
Vanur skömminni sem fylgir, daginn eftir góða stund.
En til vinnu ég einnig vanur, með hamar mér í hönd.
Er hópurinn týnist í hinar og þessar leiðir,
fyrir hið betra, hið síðra, fyrir hið meira og fyrir hið minna.
Best er að halda sér við efnið til að forðast skammir.

Vinna snillings
Aumur, skítugur og votur ég klára minn part,
tilboðin koma arkandi til mín, mér bent í rétta átt.
Andlát þarf ekki að vera líkamlegt við vissar aðstæður,
en ástin blindar og byggir upp eitthvað sem er máske eigi.
Hrein ást finnst kannski bara á einstefnuveg?

Spekin
Nú hefja ýkjur til þess að rugla örlítið til,
spekin og ástin kannski aldrei hér á við?
Eftir lesningu í efa hann skilin er,
skyldi hann átta sig á feluleiknum í mér?
Ég er jú snillingur og skáld með.

Hveitibrauð
Er ég stend og stari út um glugga tilvistarinnar,
ég stend í myrkrinu en ég held að það sé af hinu góða.
Ef ekki allir gera sitt hætta allir að koma að,
verkið verður að vinnast, til þess er það.
Þó vinskapurinn haldist góður, þarf kannski meira til.

2+2
Upp til agna ég anda mér að, þessi nautn er þess virði.
Fjárfesti í þessari dýrðar hefð, nota tækið mér sem frelsara hversdagsins,
Lengri en lífið skepnan var, niðrá hné hún stoppar þar.
En vizkan fylgir víst ekki þokunni.
Hvernig yrði heimurinn, ef allir ástunduðu sannleikann?

Samanburður
Sá hvíti virðist kominn vera, með ól um hálsinn og nóg að gera.
Bindist í rökkri innan þéttvaxinna greina, enginn tími fyrir vanann.
Ljósið frá sálu skyggir á mitt, hérna sjá ekki allir snilldina,
ekki það að fólk væri blint, en sumt fólk sér bara síldina.
Ég er bráðgáfaður djöfull.

Hjarta til sölu
Á eyrina bætist enn í, sumarið birtir ögn til.
Skraut af manni, upp og niður, hefur lifað margt til þessa dags.
Er ég á bágt með svefn ég kvæði, smá romsa, lítil gæði,
taktasprotinn í bakið dynur, í hvert sinn er kvæðið hrynur.
Snilldin yfirgefur ekki menn eins og mig.

Nýtt sumar
Spámaðurinn gengur við staf, frá frumfólki máske kominn,
á gleðimótum úti við haf, úti í horni en samt í eftirlæti.
Miklir menn ei þurfa allt, lítið annað en gáfur,
að byggja upp orð þarf mikið til, orðið þarf að berast.
Ljósir skuggar tímans nema aldrei staðar.

Saltlaust líf
Löngun í meiri og lengri dýrð, fylgir hækkandi sólu.
Með afl á mann skal í skóg halda, það ef koli myndi ekki kveðja.
Sá hvíti á orði hafði, huggar sig við frelsarans orð,
Við komu við opnum á dýrðina, snilldin virðist sækja menn heim.
Bræðrakærleikur getur aðeins gengið á þykkum þræði.

Hæðni?
Er tekur að grána menn týnast inn, gleðimótin rýjast.
Gleymdar aðstæður rifjast upp, máninn minn.
Eftir villiferð það rennur upp, neistinn situr heima.
Við bak hjartans hún á sér stað, dýrðin nánast látið mig gleyma.
Ég er kannski ekki engill, en ég kann að elska.

Æðra stig
Í haustmánuði þeir sækja til baka, sá hvíti kemur á mig,
markar innsæi hins mikla manns, óskir mínar uppfylltar.
Ef ástin fer aðeins aðra leið, kemur hún frá guði,
aðeins ef ástin er hrein, kemur hún frá guði.
Hann les ennþá bæn á kvöldin.

I land et öjeblik
Komið að degi, nú skilja leiðir.
Línuskiptum lofað er, bara ef hann guð leyfir.
Góðir vinir skilding gleyma, skilja mig eftir í skuldarsveima,
með samviskukvíða ég auralítill held heim á leið.
Ég þagga niður raddir heiðarleikans er ég fer frá borði.

Póstmannsleið
Heppnin er með mér er ég fræðist af manni,
get beint minni leið þangað er henni er haldið.
En best að rita ei sannleikann, best að halda rakleitt áfram,
nálægðin vann á söknuði mínum.
Samvizkan er hvort eð er hrein.

Hrakfalls lán
Slóðir síðasta árs ég komin er á, kunnugur um hvern unninn veg.
Hálf leið dugir mér ekki, forðast skal hættu hafsins og halda rakleitt áfram.
Í ókunnugum kofa ég hestinn finn, skyldmenni vina leyfa mér að sofa,
þakka þér prestur minn, ég borga þér síðar, því ég lofa.
Hvað vil ég segja, hvað má fólk vita?

Koffortið
Mína síðustu aura ég set í unað, nú er ferðaféð allt.
Hitti mykari sál en mín, sem veit hvað hún vill.
Hrein ást finnst bara á einstefnuvegi, ef hún er til.
Finn afsöskun til að færa okkur inn, því úti er kalt.
Spekin getur talið þér trú um falska hluti.

Tómamót
Blekkingar og betl og skömm og hræsni,
heldur föruneytið á nýjan stað.
Búnir að kom sér upp skammarslóða,
til Noregs skal haldið og það sama gert þar?
Ég, eins og þeir, er ekkert annað en auðnulaus flækingur.

Þjáningar mannanna
Er heim kominn ég sest við skriftir,
rita upp ljóð sem er betra en þetta.
Henni skal ég sýna við næsta fund,
ei fleiri síðum er nú til að fletta.
Skyldi hrein ást finnast við tvístefnda götu?


Þetta er fyrsta íslenska ljóðið sem ég klára síðan ég var 10. ára, árið 2001.
Það ljóð ber nafnið „Örlög“ og er örljóð sem birtist í ljóðabókinni „Vetur, sumar vor og haust – ljóð unga fólksins“ sem kom út sama ár og er að finna á blaðsíðu 30.
Ég veit ekki hvort ljóðið hafi eitthvað að segja ef fólk hefur ekki líka lesið söguna eftir hann Þórberg Þórðason, en hver veit.