ENGIN DÖGUN… EKKERT LÍF
——————————————————-
Ég sit hér að næturlagi
í kulda og sorta.
Finn hendur myrkursins
hægt að mínum kverkum herða.

Ligg hreyfingarlaus og yfirgefinn,
óreiðubúinn að deyja.

Samt kemur þú
sem knapi kufli klæddur,
á fák sínum svarta
særir og kuklar.

Allt í kring um mig stöðvast,
dimm blásturshljóðfæri
beinagrinda hinna svikulu,
dynja um ganga lífsins.

Dregur þú mig niður stíg til heljar
að hitta mína martröð,
minn ótta,
hann Kölska.

Miskunn mun ei finnast,
þú andsetur mig.
Teygir mig og tuktar,
étur mig að innan.

Angist í eilífðar dimmu,
í dýpstu pyttum Vítis.

Tilvist dvínar,
tunglið er rautt.
Blóð mitt storknar,
Djöfullinn er kominn.



Jarðarför
————————————————
Mín hinsta för
þau kveðja mig um lok
ævi mín er upptalin
grafinn, dáinn, farinn.

Syndugur hverf ég í tómið
hið eina ljós mun ég ei finna
ömurlegt fólk, ömurlegt líf
skyldum mínum ég slapp við að sinna.

Börnin ég sló, konuna líka
drykkjan varð mér um of

Tók af mér beltið, sló því til
svo börnir fóru að gráta
ég geri allt það sem ég vil
misnota þau, mínum vilja þau lúta.

Úr móður kvið ég kom í heiminn
með höfuðsár ég fór.
Börnin sín hefndu, voru ei gleymin,
andlega sködduð og sárin stór.

Af jörðu komst þú
og að jörðu skalt þú verða.

Presturinn signar, fólk brast í grát
kveða mig inngöngu til guðs
moldun tekur stað
í logum skal ég brenna.