Sál er til leigu, hún er hvít og fín.
Erfið uppvaxtarár henni fylgja,
en hún er sálin mín.

Vísitala sálarinnar hefur jú lækkað.
Syndin, í góðærinu var,
ört í verði hefur víst hækkað.

Ef þú vilt breyta til, þá sál mína taktu
farðu í heimsreisu og
á hjarta mínu aktu.

Verðið er ekkert voðalega hátt,
því ég er víst öreigi
og á djöfullega bágt.

Og ef að ég úr hungri drepst,
er sál mína þú leigir
Þá það er þér allra best að þú
hana eigir.