Ég sé stafi
speglast í tré,
þeir standa síðan upp
og tala.
Þeir segja mér
að lífið sé á þrotum
og að heimsendir sé í nánd.

Ég öskra,
ég öskra svo hátt
að Guð heyrir í mér
og segir mér að þegja.

Er lífið á þrotum?
Er heimsendir í nánd?
Þetta sögðu stafir mér,
stafir sem speglast í tré.

Ég öskra
en það heyrir engin.
Ég sé engan,
það er hljótt.

En um kvöldið
gerðist það,
lífið var á þrotum,
það varð heimsendir…