Það var ískalt úti, en það skipti engu máli
Við stóðum þarna illa klædd og héldum utan um hvort annað
Við kysstumst, og allt annað hvarf
Það vorum bara við tvö og þessi ólýsanlega tilfinning.

Hún sagðist eiga leyndarmál sem ég fengi aldrei að vita.
Hún vildi mig. Ég vildi hana, og það varð.
Til tilbreytingar virtist allt vera eins og það á að vera.
Ekki fullkomið, en við höfðum hvort annað og fyrir mér var það nóg.

Við hlógum að hlutum sem engum finnst fyndnir
gáfum gjafir sem fáir aðrir kynnu að meta.
Ég sýndi henni staði sem hún hafði ekki séð og hún sagði mér hluti.
Hluti sem enginn vill heyra.

Mér fannst heimurinn dásamlegur og ógeðslegur á sama tíma
hún sagðist eiga geðveikt fallega skó.
ég sagðist eiga geðveikt fallega kærustu. Ég vann.
hún sagðist elska mig og ég sagðist elska hana.

Ég fór. hún grét. ég grét. við kvöddumst.
Ég kom aftur og hún sagðist ekki vilja mig.
Hún fór aftur í sinn veruleika sem er fullur af fólki.
Ég fór aftur í minn veruleika sem er fullur af andlitum.

Núna stend ég einn úti í kuldanum.
Í grænni hettupeysu og reyni að átta mig á þessu öllu saman.
Og hvernig svosem ást er skilgreind eða mæld.
Þá er það víst að ég elska ekkert meira en þessa stelpugeit.
———————————————————

ég byrjaði bara að skrifa það sem ég var að hugsa og þetta er útkoman.
skjótið niður að vild. hrós eða uppbyggileg gagnrýni eru samt betur séð