Máninn tilbiður komu þína
Mig langar þér að sýna
Þakklæti mitt til þín
Eftir að ég varð þín

Ég get ekki hugsað líf mitt án þín
Á meðan vindurinn hvín
Og trén dansa á kaldri vetrarnótt
Bið ég þig um að koma fljótt

Ég þarf þér dálítið að hvísla
Nokkuð sem ég mun aðeins segja þér

Lofar þú að fara mér aldrei frá
Ég þarf á þér að halda
Ég mun ætíð þig dá
Við erum fullkomin samblanda

Þokki þinn svífur á meðan allt er hljótt
Þú kveikir í mér lífsþrótt
Lífsþrótt sem lá og vonaði
Að hann yrði vakinn upp

Líf mitt svo eimdarlegt án þín
Svefninn byrgir mér sýn
Hvert fórst þú?
Hvar ertu nú?

Þú hafðir lofað mér að þú aldrei skildir fara
Þú gast ekki haldið loforðið
Og söknuðinn ég sára
ég líði nú

Ég bíð nú og vona
Að þú skulir til mín aftur koma
Verður þetta ávallt svona?

Söknuðurinn svíður
Dauðinn blíður
Kemur nær
Hann mjúklega líður
Í átt að mér
Í kvöld mun ég deyja
Ég hef ekkert lengur að segja
Örlögin núna er óskrifað blað
Dofinn nær tökum á mér
Ég núna kveð.
-
Með fyrstu tilraunum mínum í skrifa ljóð, veit ekkert hvernig á að setja upp ljóð en ákvað samt að skella þessu inn.