…þín orð eru lög sem aldrei má rjúfa
annars mun ég blóðgast undir vendi þínum hrjúfa
með bugað mitt bak og tárin í hvörmum
ég fell í faðm þér - þínum gaddavírsörmum…

…þú stjórnar heilu ríki án snefils af náð
þínir þegnar aldrei öðlast - það þeir hafa þráð
við grátum í skugganum og skjálfum í mók
því þín sanna lögregla - hlýjuna okkar tók…

…með lögum skal land byggja
og með fasisma almúgann hryggja
því þegar okkar þróttur er brotinn niður
mun harðræði - alræði verða hér siður…

…í horninu hvílir ein von um tilveru skárri
uppreisn fjöldans gegn alríkjandi hirðinni fárri
tökum upp sverð - við heyjum stríð í nafni friðar
og í blóðbaðinu fasistinn sjálfur leitar griða…

…við höfum loks unnið - nú fáum við næði
laus við alla illsku og innantómt harðræði
en hver skal ráða? það veit enginn kjaftur
og nú verri barátta um völdin byrjar aftur…

…hluti af eilífu hringrás lífsins - eru blóðug stríð
við reynum að koma á fót friði - en erum sjálf óblíð
með tíð og tíma - í stöðugri baráttu í nafni friðar
munum við sjá - uppgötva skelkuð - að ekkert miðar…


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.