Lauf fremur sjálfsmorð (fallið lauf)
Laufið Litla
Loftið klýfur.
Rennur Rólega,
Rýkur, svífur.
Vindur Vefur
Vef sinn í,
Stormur Stækkar
Um vind Stig hækkar.
Laufið Lyftist
Laufið hrystist.
Skýja Skuggar,
Skapa regn.
Rolan Ruggar
Regnsins þegn…
Litla Lauf
Loftið klýfur.
Rólega inn um Rauf
Rennur, svífur.
Þessi Þjófur er gripinn
Því köttur er að leika sér.
En það Einungis vildi inn
Það vildi kynnast þér.
Kerfið Kramdi
Konungborið lauf.
Stærðarinnar milli Stéttar
Stalínartré það klauf.
Heimurinn túlkar Harðræði,
Horn í sjón er okkar lýðræði,
Sálrænir Sorgarkvillar,
Sjónina okkar villar.
Lauf eru Laminn
Líf þeirra kraminn.
Persónuleika taminn.
Kraftur reiðinnar haminn.
Lauf á Leið niður,
Leyfist stundum að fara upp.
Úr Kirkju heyrist Kliður
Er Karlar verða að stubb.
Er þeir saman Falla.
Á vegginn þeir slamma og skalla.
Fallin lauf, Fallnir englar
Fallnar sálir.
Förum og hjálpum þeim upp…
