Ferðaþrá

Ég er umkringdur Firnaháum Fjöllum
Fyllilega lokaður úr áttum öllum
Lokaður inn í Litlum bæ
Læstur af miklum sæ

Haf og Himinn þið festið mig.
Hlæjið að mér þessu litla peð
Köflótt Krumla veraldar heldur um þig
Kannski það engu skipti hvort eð…

Er Veröldin Vá?
Var, er hún fangelsi
Hve löng og breið og há
Hef ég ferðaþrá?

Mun ég? Mætti ég sjá allt?
Má ég sjá heiminn gervallt?
Kemst ég Kína til?
Kemst ég burt? Það ég vil.

Klöngrast upp Köld fjöll
Kannski hitti ég dreka og tröll
Syndi Sjóinn allan yfir
Sjálfur draumurinn alltaf lifir.

Núna mér Lífið Liggur á
Lengra, fjarlægar, hættum burtu hjá
Mexíkó og Malíbú yfir allan heiminn
Máninn og út yfir allan geiminn

Reikaði um upp á Regnboganum
Rappaði á sjálfum eldloganum
Fáránlega Frakkland og Ítalía
Fimbulkalda Grænland og Spítalía

Hátt á Himninum ég uppi flýg
Hrasa ekki og þessu ég ekki lýg
Áður sagði ég við Heiminn Hæ
HaH! Núna segi ég bæ!