Bíddu mín Bíddu mín

Lokaðu augunum littla stund,
líttu inn fyrir þig.
Eigðu með mér einingarfund,
en vertu létt í lund,
lofaðu því, fyrir mig.

Bíddu mín handan við bláöldu,
bíddu mín í garði.
Geym þú mig í saltri höldu,
báru þinni köldu.
Við hittumst fyrr en varði.

Opnaðu þig, sjá sálarstreymið.
Dey ég brátt burt frá sjó.
Öldur óðar, fljótt mér gleymið
en mynningu geymið,
muna í sælu og ró.






Ég samdi þetta þegar ég var 16ára. Ég var með einhverja þráhyggju í sambandi við hafið.
Ég hef sosum alltaf samið mikið um foldina.

Ps.
Shit, hvað er mikið af orðum
með eða án Y. Það eru örugglega
einhverjar villur.