Á meðan ég ligg í baðkarinu læt ég það tákna samband okkar
vatnið er eins og ástin.
Það er hlýtt, fyllir baðkarið og umlykur mig alla.
Svo skola ég allri ástinni niður um botnfallið.
Og næst þegar þú ferð í bað
á kannski allt öðrum stað
rennur ást úr krananum og hlýjar þér.