Vagga öldunnar Kyss fley mitt
mín bára
svo klofni þilfar mitt
sem gler á stein.

Og strjúktu
þínum köldu fingrum
yfir andlit áhafnar minnar.
Lok vitundum þeirra
og leifðu öldunum
að vagga þeim í svefn.