Hross og Pelíkanar
Ég er í stærðfræði. Það er leiðinlegt
Að læra. Tölurnar verða mold og ég er
Eins og naggrís í búri.
Stundum þá líður mér eins og…
Hrossi á miðnætti
Ég vil brokka og stökkva og hoppa og bíta gras!
Það er akkúratt þegar ég finn
Blíðan andvara frelsisins í nös mér
Þegar ég man eftir að ég er
Í stærðfræði.
Já það er leiðinlegt að læra.
Tölurnar verða að mold og ég er eins
Og naggrís í búri.
Stundum þá líður mér eins og…
Pelíkana í frumskógi
Ég vil vagga og gagga og éta tannbursta!
Það er akkúratt þegar ég finn
Blíðan andvara frelsisins í nös mér
Þegar ég man eftir að ég er
Í stærðfræði.
Já það er leiðinlegt að læra.
Tölurnar verða að mold og ég er eins
Og naggrís í búri.
Stundum þá líður mér eins og…
Djassmanni með su…
