Láttu allt gerast. Ekki draga neitt undan.

Er það satt að þú bjóðir upp á svo ótal margt að ekki rúmast í einni ævi, þó verði þúsund ár?

Mér finnst þú ekkert sérlega frumlegt. Þetta er að verða hálf fyrirsjáanlegt. Ekkert kemur mér á óvart lengur.

Ég er líklega e-ð gallaður. Það hlýtur bara að vera. Ég horfi á öll dillerí dill myndböndin á popptíví, en mér leiðist bara enn meira. Þessar stelpur kunna sannarlega að hrista á sér rassinn. Ég ætti kannski að hrista á mér rassinn líka?

Ég hef hlustað á fólk tala. Ég hef hlustað lengi, á fólk tala. Ég hef hlustað á margt fólk. Afhverju segir fólkið aldrei neitt? Afhverju tala allir svona mikið?

Ég hef horft á endaleysu af bíómyndum. Þær eru allar eins. Á það að vera þannig? Ég nenni ekki lengur að horfa á fólk að para sig. Ég ætti kannski að para mig líka?

Ég horfi á sjónvarpsmarkaðinn. Það er alltaf verið að selja e-ð. Fólk kaupir mikið af hlutum. Sá ég þig nokkuð í sjónvarpinu? Mér skilst að þeir selji gallaða hluti þarna, í sjónvarpsmarkaðinum. Ég ætti kannski að kaupa hluti líka?

Fólk er alltaf í stuði. Ég er bara að leita mér að vinnu, en ég á að vera hress. Þeir segja að maður eigi að vera hress þegar maður skúrar gólf. En ég er bara ekki í stuði. Á maður að vera hress þegar maður skúrar gólf? Þeir vilja að maður sé jákvæður og lífsglaður líka. Ég ætti kannski að brosa í spegilinn á morgnanna.

Fólk er alltaf að hlæja. Afhverju er fólkið að hlæja? Það var enginn að segja neitt fyndið. Fólk er allaf að hlæja þó það sé ekkert fyndið. Afhverju er fólkið alltaf að hlæja? Ha ha ha. Ég skil þetta ekki.

Hver stendur eginlega fyrir þessu? Ég vil fá að tala við eigandann. Það er e-ð eins og það á ekki að vera, hér. Eða er það bara ég?

——————————————————————-

Ég veit ekki hvort þetta er rétt, en ég læt þetta hér, liggja eftir, mig.

VeryMuch