viska sem vakir

Þegar nóttin liggur kyrrlát
við hlið mér
verða ljósin þín alltaf jafn björt
þó að langt sé í burtu í bili
berast straumarnir alltaf til mín
yndi og gleði þeir flytja
inn í hús mitt sem líka er þitt
Þú ert draumur og viska sem vakir
við hlið mér hverja dimmunnar nótt
þú er æskan og ellin svo mild
sem strýkur vangann minn hlýlega hljótt
nú legg ég höfuð á púðann
og get sofnað öruggt og rótt.



viska sem vakir
yndi og gleði
alltaf jafn björt
ellin svo mild
hverja dimmunnar nótt
get ég sofnað öruggt og rótt