Dofin - drungi - þungi á mínu hjarta
dey látlausum dauða.
Kalt - kona - vonar og bíður
kallar á ráð.
Brotin - bein - einmana sál
býðst ekkert annað.
Ástlaus - efi - sefist fljótt
etin að innan.
Vonlaus - voði - hroðinn tekur enda
verðandi betri tíð.