Einn og aumur
allt er hljótt.
Kuldinn klórar
komin nótt.
Vín og vinir
veigagnótt.
Út þó eigra
ofurhljótt.

Án þín er ég
ekki neitt.
Dæmdur, dauður
dæmið breytt.
Hjartað hrærist
hamast greitt.
Því ég þrái
þig svo heitt.

Endilega smellið inn gagnrýni á þetta ef ykkur sýnist það þess virði.