MIG SNERTIR EKKI SÖKNUÐUR

Langt er síðan
morgunblíðan
kyssti mig bless.

Með brot í hjarta
ástin svarta
eitraði blóð.

Hann er nafn,
svartur hrafn
í skratta tafli.

Vil ég skera,
aldrey bera
minningu þá.

Blóði drjúpa
láta fjúka
burt í sæ.

Þrútið hjarta,
harmi skarta,
hatar hann.

Má hann dauður
drullusauður
rotna í jörð.

Langur tími
aldrey hími
og hugsa um hann.

Nú ég kvíli
stóru kríli
örmum í.

Hann er fundur,
konumundur,
ástin mín.

Hann er traustur,
besta klaustur,
og unnir mér.