3.141592 anó

Vígvöllur, svartur og hvítur
Yfir hann þýtur,
Er niður á ýtir
Hermenn, svartir og hvítir.

Í minnugum dansi saman setur.
Er leikandi létt á snertir,
og enginn vanmetur,
hljóma óskertir.
Tónar sem koma í fylkingaforðum,
sem fást ekki sagðir í orðum.

Margir með tímanum þykjast binda,
saman í einstaka flokk,
alternative, solo, barokk,
en í þessu skín sjálf manns í gegn,
og er því mönnum um megn,
að vita hvað tónarnir mynda.

Víst er þó að flestir sammæla,
að bundið er í hljómfalli góðu,
lífsin sæla.

-Höf: Skandalabrandu