þú gengur um í tómi hversdagsleikans
finnur ekkert nema hvíta auðnina,
þú hnígur niður eins og sekkur
druknar í þögn sem gleypir þig
og þú verður að engu.

þú grætur og veinar en ekkert heyrist,
nema bergmál sem virðist svo langt í burtu,
og svo sérðu að dauðinn gerði ekkert gagn,
frekar að lifa við niðurlæginguna og sorgina,
heldur en í engu, án nokkurs sem minnir þig á ást.

sama hvað þú gerir sleppur þú ekki,
hvítur tómleikinn er endalaus,
með semningi skilur þú
að þetta er vonlaust
og þú sest niður og bíður.

eftir ár sem þú taldir ekki kemur fögur kona
hún brosir og vísar þér leið á stíg
svo þetta var hreinsunareldurinn spyrðu sjálfan þig
þú gengur inn um gullna hliðið og sérð himnarík brosa við þér
og þú finnur að enda er náð.
cecilie darlin