Samið vegna þeirra leiðindafærðar sem nú er á Akureyri, (24-27 des.)

Fannfergi margan manninn særir,
Bölvaður bíllinn situr fastur,
Ef bara'ð betra veður væri,
Þá væri ég manna kátastur.

Ekkert gerist þó undan ég grafi,
En hríðin með vindi í aukana færist,
Ég er nýbú'n að moka en allt er á kafi,
Já, stutt er í það að ég ærist.

Ég bind nú með reipi við stuðaradrjólann,
Ég vona að togið mér haggi,
En djöfulsins druslan hún spólar og spólar,
Hví ert'ekki fjórhólakaggi.

Já eins og ég segi' er hann framhjóladrifinn,
Í götuna grefur sig framan,
Ég hjakkast á honum, ei vantar tilþrifin,
ég öskra því þetta' er svo gaman (NOT).

En loksins hans hreyfist og keyrir því glettinn,
og geysist nú hraður og hastur,
En ég gleymdi að bremsa og enda því sprettinn,
í skafli' þar sem ég sit fastur.