Þetta er erfiljóð sem ég orti eftir langömmusystur mína þegar hún dó.
Mér finnst samt réttara að segja að ljóðið hafi komið til mín, frekar en að ég hafi samið það.

Ég var virkilega leið yfir að fá ekki að birta það í minningargreinunum á sínum tíma en svo datt mér í hug að setja það hér í staðinn.


Við Eyjafjörð skín sól af öllum mætti,
teygja sig til hennar blómin fríð.
Birtan öll er skin úr augum þínum,
og blærinn ber þinn milda hláturnið.

Jörðin hún er snauður staður án þín
en þó þú deyjir ferðu ekki neitt.
Ef Drottinn felur einni sálu
alla þessa gleði
hlýtur hún að lifa alla tíð.

Undir heiðum himni kveðjum við þig, Didda
með sorg í hjarta en fullvissu um eitt.
Ef ekki var til himnaríki fyrir
var það örugglega skapað fyrir þig.



Ég veit að þetta er ekki fullkomlega samið samkvæmt öllum reglum en ég er bara því miður ekki góð í því.
Öll skítköst vegna þess eru því vinsamlegast afþökkuð.

Takk fyrir mig.