Brosandi fölsk með gyllta tungu
syngur himneska tóna sem hreinlega óma
með ískallt fasið kallar mig gúngu
líf mitt endar í sínum dýrðar ljóma

kröfurnar aukast og svefninn hverfur
streitan magnast og magasárið sverfur
klapp á kollinn og sjálfsmyndin öskrar
hreyfingin stöðvast og búknum blöskrar

eftir sorgarinnar fljóti stíg uppí bátinn
barnið horfir óttaslegið framan í mig
augu mín úrskurða þennan líkama látinn
heldur kanski að ég vilji ættleiða sig
“True words are never spoken”