Hið illa flæður
deyja þá feðrar og mæður
hið flakna hold blæður
því nú hann satan ræður
——————————
Á kaffihúsi menningar
illskan ei berst
eigi þar hremmingar
en við munum samt öll deyja fyrir rest
——————————
Bjargbrúnin er brött
og steinar berast niður
köggullinn stökk
og rofnar þá friður
——————————
Fjúka nætur í skuggans förum
og bíður birtan í myrkrarröðum
eftir leiðingum heimsins um að jörð muni ekki alltaf vera köld
heldur margföld betri jörð
——————————

Ég veit að þetta þýðir eigilega ekkert og eru mjög þunglyndisleg ljóð… en svona er skapið í manni þessa daganna. Ákvað að setja eitt svona óþunglyndislegt þarna seinast