Tek hendi mér litla rós
dreg úr líf og anda
að mér unaðsangan og fegurð
hennar sem liggur svo brotthætt
í örmum mér.

Flæðir fljótt um æðar mínar
orka mín og hennar
ást mín og eilífð
skal umvefja
og verja.

Faðma að mér þyrnana
stinga
svo létt um mínar varir
kyssi sýg og seð
þrár mínar og þorsta.

Lít upp frá draumi mínum

horfi á hönd mína
skorpið blóð hennar
rennur milli fingranna

skorpin blöð hennar
falla í nöprum vindinum
eins og brunnir englar.
—–