Að lokum heim eftir leiðinda dag
þreyttur, stúrinn og lúinn.
Kominn með uppí kok af fjárhagsbrag
sem verður því miður ekki flúinn.

En ég kyngi því niður,
fremur af nauðsyn enn vilja
Þó mér þykir hún miður
þessi klisja sem menn þylja.
þá minnist ég þess
sem gamli hippinn við mig sagði
ef víman segir bless
Náðu henni á næsta augabragði

Svo ég tek fram gamla settið,
sem hefur gert svo marga menn rjóða
Og bros læðist á smettið
um leið og vatnið fer að sjóða.
Ég sturta í mig glundrinu,
þangað til flæðir niðrá kinn,
svo kemur allt í einni hrinu,
ég verð blindfullur, blekaður, Tedrukkinn.