Drjúpa þung flóð Þegar í skuggana læðist
tár til að hylja sorg,
verða augun ein
starandi eftir,
þung og dimm.
Og titrandi varirnar hvísla
,,: Í ljósu vil ég vera."
En enginn heyrir þau orð,
eða vill enginn heyra?

Undir þungum steini
biltir hún sér og bíður
eftir að kremjast til bana.
Er seinasta lífsmarkið
er að renna út
er gripið um endann
heitum, serkum böndum,
en bak við þær
stendur traustur klettur
og létt hjarta.

dimmgræn augun
drjúpa þungum flóðum
sem enginn getur þurkað upp,
ekki einusinni sá
sem steininum hafði loftað.

Flakandi sár
veltist um
í hvelfingu myrkurs.
Og hún kveður líf sitt
og flýgur burt
út í endaleysið
meðan kletturinn klofnar.




Ljóð sem ég samdi í sambandi við skáldsögu sem ég er að dútla mér við að skrifa annað slagið. Tek það samt fram að hún er ekkert rosalega down, bara smá.