Lífsins ást
Þú ert mín eina ást og ró,
allir þekkja kraftinn þinn.
Allstór hluti af mér dó
er ég fekk ei skammtinn minn.
Ó, þú kókómjólkin mín,
ekkert jafnast á við þig.
Það er allra besta sýn
-er þú dansar húlla húlla
í ískápnum.
Smávegis útúrdúr.
Rökkur
Í hvelfingu myrkurs
skimar blóm eitt eftir ljósi.
Deyjandi blöð
fölna og falla á jörðina.
Rammur austanvindurinn
blæs þeim í burt
og rífur af blóminu blöðin.
Ung kona
barðist í gegn um rokið
og lagðist á flötina,
lá í skjóli blómsins
og dó,
meðan austanvindurinn hló.
Ég spegúlera rosa mikið í árstíðunum.
Góða nótt
Haustið kemur, leikur fyrsta dans
og laufin falla mjúklega til jarðar.
-Þá ástarkveðju sendi ég til hans,
þess mans sem ljúfa sumarkvöldið varðar.
Og móðurjörð til hvílu legst hún þá
og einnig svæfir gróðurbörnin sín.
Svo móðir kyssir friðsæl, lítil, smá
og saklaus börnin kveður hún til sín.
Valdartími
Veturinn kaldi með htímfrostið grátt,
snjóhvíta slæðu um berangrið hrátt.
Beygir sig tötrum klædd sumarsins snót
biðjandi vetur um miskunnarbót.
Hlæjandi segir: þú biður ei smátt,
ég skal þó leifa þér örlitla sátt.
Völd skal ég leggja um apríl nótt
en kem síðan aftur í október skjótt.
…..Hmmmmm……. ég er í tjáningarhug….ég er ósátt við veðurfarið á íslandi…..held ég….en dýrka það samt því það er svooo fallegt…..
