Sagnaþulurinn.

Vildi ég leggja við hlustir og heyra,
Sagði hann frá og vildi ég meira,
Bugull ég beið eftir næsta orði,
Hvað skildi maðurinn bera á borðið?

Hver er sú frásögn sem fer í mitt eyra?
Tekur hún kvíslir sem sundrast í fleira?
Glaðlífar myndir sem leika við ljáinn,
Örgrandur maður sem horfir út skjáinn.

Illgreinanlegur um sannveru svífur
Með sér í málinu tilsögn hann hrífur,
Hann segir frá réttu, hann segir frá röngu,
einnig frá því sem var fyrir alllöngu,

Í húminu þylur að hans skinni,
Þær ráðgátur sem hann lagði' á minnið,
Fregnirnar berast með framandi vindum,
Frá lágsettum bæjum, frá háttgnæfnum tindum.

Nú safna ég vitneskju saman í heiminn,
sagði hann fjarlægur, sagði hann dreyminn,
Megi nú margmenni fyrir safnast,
Svo geti hún miðlunin á okkur jafnast.