Leitin að því sem ekki er til Ég leita þín um allt
þó aldrei ég þig finni
þá er mér alltaf kalt
og rúinn inn að skinni

Ég leita þín milli glasa
þá hlínar mér um sinn
ég veit það samt ég hrasa
um koll og ekkert finn

Ég veit að aldrei gengur
að leita að því sem ekki er til
í því er enginn fengur
að sökkva í svartan hil

Um þessa veröld ráfa
ég leita en finn ekki neitt
ég lít í húmið gráa
en finn tómarúmið eitt