Í drunga dags og frosti nætur,
dansar um himingeiminn.
Litrík ljós sem sólin grætur,
lýsa' yfir norðurheiminn.

Bresta í heithvolfi, háu í söng,
heyra þau vættir og vallarrósin.
Til norðurs og suðurs, endilöng,
nýfædd norðurljósin.

Þau boða birtu í kuldans böl,
í bálþýddri jörðinni brakar.
Kuldrepin angistin, níðfrosin kvöl,
í landsins frera og klaka.

Á tómum fletinum taka þau sporið,
í taktlausum spretti þar stigið.
Í hríðinni gleðst er á himininn horfir,
hæstánægt mannskepnugreyið.

-Höf: Skandalabrandu