Tár í hrynjanda lífsins
Niður kinnar falla
Tár í höf heimsins
Niður kinnar falla

Ég sit og græt fortíð mína
Ég sit og bölva nútíð minni
Ég sit og óttast framtíð mína
ég sit og hugsa

Hugsun leitar til nýrra vonar
En hún finnst ekki
Hugsun leitar til betri tíma
Sem aldrei koma

Tárin er fortíð mín
Framtíð og nútíð
Tárin mín þorna og hverfa
Og ég bara sit og hugsa

Þó dagar líði eins og vatn
gegnum líf mitt
þó það birti stundum til
í dimmum skotum hugans

Ég bugast
Ég gefst upp
ég verð hræddur
ég dey

En það er von
sagði röddin inn í mér
Það er alltaf von
Sagði hún lágt en greinilega

Því jafnvel smæstu kerti vinna á myrkrinu