Fyrsta ljóðið eftir mig sem ég þori að birta, vinsamlegast ekki vera of hörð. Það er ekki samið eftir neinum reglum (eða allavegana ekki viljandi)

Síðustu geislar sólarlagsins
spegluðust í tárum mínum
tárum þess
sem grætur horfna ást.

Ástin sökk með Atlantis
hvarf á brott með sólinni
á dimmum degi
í desember.

Yfirbuguð, vitstola
af söknuði til þín
þín, sem gafst mér tilgang,
ég minnist þess svo skýrt
hvernig orð þín einsömul
bægðu þokunni frá.

Ég bíð og bið þess eins
að einhverntímann aftur fái litið
og fundið ljóma augna þinna
í dimmu hjarta mínu.